ADHD á mannamáli

Minnum á opinn spjallfund í Nýheimum um ADHD.

Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi  og þroskaþjálfi ræðir og fræðir um ADHD áskoranir og styrkleika. Ertu með grun um að vera með ADHD eða ertu með greiningu? Er einhver nákominn með greiningu en vantar að fræðast frekar um ADHD röskunina. Opið verður fyrir umræður fyrir þá sem vilja

Fundurinn fer fram 23. Febrúar klukkan 20:00 í fyrirlestrarsal Nýheima. Allir velkomnir, Heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt. Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum.

Hægt er að skrá sig á viðburðinn á fb til að fá áminningu: https://fb.me/e/25oXsx5wm
Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.