Aðalfundur í kvöld - 26. mars 2019

Ársskýrsla og reikningar 30 ára afmælisársins rædd
Ársskýrsla og reikningar 30 ára afmælisársins rædd

Aðalfundur ADHD samtakanna verður haldinn þriðjudaginn 26. mars 2019, kl. 20:00, að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík.

Dagskrá fundarins verður í samræmi við lög samtakanna:  

  1. Félagsstjórn gerir grein fyrir störfum samtakanna á liðnu starfsári (2018).
  2. Félagsstjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna fyrir liðið ár til samþykktar (2018). Reikningsár samtakanna er almanaksárið.
  3. Lagabreytingar.
  4. Kosning stjórnar.
  5. Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna til eins árs í senn.
  6. Ákvörðun félagsgjalda.
  7. Önnur mál.

Athygli er einnig vakin á eftirfarandi ákvæðum laganna:

"Lögum samtakanna verður aðeins breytt á aðalfundi þeirra. Skriflegum tillögum þar að lútandi skal skila til stjórnar félagsins, áður en til aðalfundar er boðað, með rafrænum eða öðrum rekjanlegum hætti..." og um stjórnarkjör: "Á oddatöluári skal kosið um formann, varaformann, einn aðalmann og einn varamann."

Félagsmenn er hvattir til að mæta og taka þannig virkan þátt í áframhaldandi uppbyggingu ADHD samtakanna. Boðið verður uppá kaffiveitingar og spjall, þannig að nýjum félögum gefst gott tækifæri til að kynna sér fjölbreytta starfsemi samtakanna.

Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu samtakanna eða í síma 5811110.

Stjórn ADHD samtakanna.