Aðalfundur ADHD samtakanna fta verður 6. mars 2025
Boðað er til aðalfundar ADHD samtakanna fta. , fimmtudaginn 6. mars kl. 19:00. Aðalfundurinn fer fram í hátíðarsal ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig á Facebook viðburð aðalfundarins svo áætla megi mætingu - skráning hér.
Dagskrá verður í samræmi við lög samtakanna:
- Félagsstjórn gerir grein fyrir störfum samtakanna á liðnu starfsári.
- Félagsstjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna fyrir liðið ár til samþykktar. Reikningsár samtakanna er almanaksárið.
- Lagabreytingar - tillögur þurfa að berast skrifstofu ADHD samtakanna amk viku fyrir aðalfund.
- Kosning stjórnar - kosið verður í embætti formanns, varaformanns, eins meðstjórnanda og eins varamanns í stjórn til ársins 2027, í samræmi við lög félagsins - sjá núverandi stjórn og kjörtímabil stjórnarfólks.
- Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna til eins árs í senn.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Önnur mál.
Möguleg framboð til stjórnar og lagabreytingartillögur má senda til skrifstofu samtakanna í netfang adhd@adhd.is
Allir fullgildir félagsmenn ADHD samtakanna á aðalfundardegi geta mætt og tekið þátt í aðalfundarstörfum. Hægt er að ganga í samtökin hér.