34. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - Ertu með?

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst 2017 og verður þetta í 34. sinn sem hlaupið er haldið. Vel á annað hundrað góðgerðarfélög taka þátt í áheitasöfnun hlaupsins. ADHD samtökin eru meðal fjölmargra félagsamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is

Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Í fyrra tóku rúmlega 15 þúsund manns þátt í hlaupinu. Nú hafa um 5.000 manns skráð sig til þátttöku en skráning er í fullum gangi.

Fimm vegalengdir í boði

 

Fimm vegalengdir eru í boði og því ættu allir aldurshópar og getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi:

 

  • Maraþon (42,2 km)
  • Hálfmaraþon (21,1 km)
  • 10 km hlaup
  • 3 km skemmtiskokk
  • Furðufatahlaup Georgs (fyrir 8 ára og yngri)

Einfalt að safna

Það er einfalt fyrir hlaupara að stofna aðgang á hlaupastyrkur.is og safna áheitum. Byrja þarf á því að skrá sig í hlaupið á marathon.is. Í skráningarferlinu er hægt að velja eitt af skráðum góðgerðafélögum en ADHD samtökin eru eitt þeirra, og stofnast þá viðkomandi sjálfkrafa á hlaupastyrkur.is að skráningu lokinni. Einnig geta skráðir hlauparar farið inn á hlaupastyrkur.is og stofnað aðgang í örfáum einföldum skrefum.

Hér má sjá þá sem þegar hafa ákveðið að leggja ADHD samtökunum lið og því starfi sem samtökin sinna.

 

 

Hægt er að deila söfnunarsíðu hlaupara á samfélagsmiðlum og hvetja þannig vini og vandamenn til að heita á sig. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara.

Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda sms skilaboð.

Um leið og við hvetjum sem flesta til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka minnum við á áheitasöfnun því samfara. 

Vefur Reykjavíkurmaraþons