Lýsing
25% afsláttur fyrir félagsmenn
Verð fyrir félagsmenn: kr. 4.125,-
Félagsmenn stimpla inn AFSLÁTTARKÓÐANN í lok greiðsluferils.
Ef félagsmaður er ekki með afsláttarkóðann þá getur hann sent póst á adhd@adhd.is og fengið nýjan afsláttarkóða.
ADHD samtökin hafa um árabil selt "Útrásarteygjur" eða Bouncy Bands. Teygjurnar eru sérlega góðar fyrir einstaklinga með ADHD og þá sem glíma við fótaóeirð. Fjórar tegundir eru í boði.
Þessi teygja passar á nær allar tegundir stóla - hentar vel fyrir heimili (10-24" breið) - fest með frönskum rennilási á stólfætur.
Einnig eru fáanlegar á vef samtakanna þessar teygjur:
Teygjur sérhannaðar fyrir skrifstofustóla á hjólum - fest með frönskum rennilás.
Teygjur sem festar eru á borðfætur, (20-26" eða 31-40" breiðar)
Teygjur sem festar eru á stólfætur, (13-18" eða 17-24" breiðar)
Innanmál hólka þessarar tveggja síðast töldu er 1 1/2"
Sjá myndband
Hönnuður teygjanna er Scott Ertl, grunnskólaráðgjafi í Winston-Salem, Norður-Karólínu. Hugmyndina að útrásarteygjunum fékk Scott þegar hann leitaði lausna við fótaóeirð og hreyfiþörf grunnskólabarna í sínum skóla. Útkoman er einföld, hljóðlát og virkar fullkomlega. Útrásarteygjurnar eru ekki eingöngu fyrir einstaklinga með ADHD, þær koma öllum að gagni.
Könnun sem gerð var meðal 139 grunnskólakennara og 686 nemenda í efri bekkjum grunskóla í Bandaríkjunum staðfesti notagildi útrásarteygjanna.
- 88% nemenda sögðu útrásarteygjurnar hjálpa þeim við að halda athygli
- 84% nemenda sögðu útrásarteygjurnar auðvelda þeim vinnuna
- 87% nemenda sögðust afslappaðri í prófum við notkun útrásarteygjanna
- 92% kennara sögðu útrásarteygjurnar auðvelda nemendum að fá útrás fyrir hreyfiþörfina
- 76% kennara staðhæfðu að útrásarteygjurnar ykju úthald nemenda, þeir héldu sig lengur að verki
- 91% kennara sögðu útrásarteygjurnar hljóðlátar
- 71% kennara sögðu að nemendur sem notuðu útrásarteygjur virtust afslappaðri í prófum
- 87% kennara staðhæfðu að athyglin ykist til muna hjá nemendum sem fengju útrás fyrir hreyfiþörf sína með teygjunum