Lýsing
Bókin er einfaldur og skýr leiðarvísir um hvernig hjálpa má börnum og ungmennum að takast á við kvíða með rökhugsun og breyttri hegðun.
Gefin eru gagnleg ráð til að glíma við vandann, með eða án sérfræðihjálpar. Kvíði er algengur meðal barna og unglinga.
Allt að ein af hverjum fimm manneskjum glímir við hamlandi kvíða einhvern tímann á lífsleiðinni. Mjög mikilvægt er að gagnlegt fræðsluefni um kvíða sé aðgengilegt fjölskyldum, ekki síst í ljósi þess að margir eiga ekki greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu og þurfa jafnvel að sækja slíka þjónustu um langan veg.
Ráð handa kvíðnum krökkum er leiðarvísir um hvernig hjálpa má barni eða unglingi til að ná stjórn á kvíða.
Höfundar: Rapee, Wignall, Spence, Cobham og Lyneham
Íslensk þýðing: Örnólfur Thorlacius og Sigrún Gunnarsdóttir
Útgefandi: Tourette-samtökin á Íslandi 2016