Nýtt lyf við ADHD lofar góðu

Mbl.is 18.01.2018

 

Nýtt lyf við at­hygl­is­bresti með of­virkni (ADHD) í börn­um hef­ur gefið góða raun. Niðurstaða úr klín­ískri rann­sókn á lyf­inu var að koma út í Nature Comm­unicati­ons en hún bygg­ist á upp­finn­ingu sem Há­kon Há­kon­ar­son lækn­ir og for­stöðumaður erfðarann­sókna­stöðvar barna­spítal­ans við há­skóla­sjúkra­húsið í Fíla­delfíu í Banda­ríkj­un­um birti ásamt fleir­um í Nature Genetics árið 2011.

„Við gerðum rann­sókn­ir á börn­um með ADHD og fund­um út að hjá um 25% þeirra er stökk­breyt­ing í einu eða fleiri genum sem til­heyra ákveðnu gena­neti í miðtauga­kerf­inu sem leiðir til þess að starf­semi glúta­mín tauga­boðleiðakerf­is­ins í heil­an­um er skert sem veld­ur því að þau eru með at­hygl­is­brest og of­virkni,“ seg­ir Há­kon í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

„Ég fór í fram­hald­inu að leita að lyfi sem virkaði á þetta og fann þá eitt hjá fyr­ir­tæki í Jap­an sem örvaði þetta boðleiðakerfi í heil­an­um. Þeir höfðu þróað lyf fyr­ir meira en tutt­ugu árum fyr­ir alzheimer­sjúk­linga. Þeir höfðu ekki upp­lýs­ing­ar um hvaða sjúk­linga ætti að prófa á þess­um tíma og ekki nægi­lega marg­ir ein­stak­ling­ar svöruðu lyf­inu í próf­un­um og því var það lagt á hill­una. Þeir seldu mér af­not af lyf­inu og ég fékk hjá þeim all­ar rann­sókna­upp­lýs­ing­ar sem þeir áttu um sín­ar lyfja­próf­an­ir. Próf­an­ir á dýr­um höfðu sýnt að þau sýndu miklu meiri hæfni til að leysa ákveðin verk­efni ef þau voru á lyf­inu. Am­er­íska lyfja­eft­ir­litið samþykkti um­sókn­ina sem ég lagði inn með Japönsku gögn­un­um og við fengu leyfi til að gera rann­sókn með þrjá­tíu sjúk­ling­um á gagn­semi þess.“

Hlekkur á frétt mbl.is