Á morgun heldur ADHD samtökin í samstarfi við ADHD Europe tveggja daga alþjóðlega afmælisráðstefnu um ADHD sem nefnist „Betra líf með ADHD“ í tilefni af 35 ára afmæli samtakanna.
Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli á áskorunum sem einstaklingar með ADHD glíma við ásamt því að kynna ýmsar lausnir til að takast á við afleiðingar hennar. Kunnir erlendir og íslenskir fyrirlesarar halda erindi og umfjöllunarefnin snerta málefni barna, ungmenna og fullorðinna einstaklinga. Meðal fyrirlesara eru Ari Tuckman, sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, Kathleen Nadeau, sálfræðingur, Saaskia van der Oord, prófessor í sálfræði, Amori Yee Mikami, prófessor í sálfræði, Lachenmeier, geðlæknir og Dr. Sandra Kooji, geðlæknir. Jafnframt verða kynntar til sögunnar nýjar íslenskar rannsóknir um ADHD.
Enþá er í boði að skrá sig í streymi þannig ekki missa af, skráðu þig núna.