Akureyri Fræðslufundur - Samskipti og samvinna heimilis og skóla. 11. október kl: 20:00 - 22:00 Sunnuhlíð 12, verslunarmiðstöð, gengið inn norðan megin.
Hvernig getum við stuðlað að góðri samvinnu og jákvæðum samskiptum milli heimilis og skóla? Á þessum fræðslufundi verður farið yfir grunnatriðin um hvernig má bæta samskiptin og hvernig má sjá framför í námsárangri barna með ADHD. Fjallað verður meðal annars um:
- Hvernig á að klára heimanámið?
- Hvernig getur umhverfið stutt við jákvæða hegðun?
- Óæskileg hegðun og viðbrögð til að draga úr henni.
Eftir fræðsluna verður boðið upp á að spurja spurningar. Fræðslan er ætluð foreldrum barna á skólaaldri.
Fyrirlesarar eru Jóna Krístín Gunnarsdóttir, hegðunarráðgjafi
Hlekkur til að skrá sig sem félagsmaður: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd
Hlekkur að facebook viðburðinum má finna hér