Félagsleg samskipti fullorðinna með ADHD

Félagsleg samskipti fullorðinna með ADHD
 
Á þessum fræðslufundi fer Elín H. Hinriksdóttir sérfræðingur hjá ADHD samtökunum yfir félagslega samskipti fullorðinna einstaklinga með ADHD.
Veitt verður stutt fræðsla um ADHD röskunina og birtingarmyndir hennar. Félagsleg samskipti snúast um samskipti við aðra bæði vini, fjölskyldu og vinnufélaga. Á því sviði standa einstaklingar með ADHD oft frammi fyrir talsverðum áskorunum. Farið verður yfir hvernig hægt er að takast á við þessar áskoranir, hvaða styrkleika hægt er að nýta sér og kynnt ýmis bjargráð.
Veitt verður svigrúm til umræðna.
 
Öll velkomin