Myndbönd

Öll dreifing og spilun myndbandanna hér að neðan er heimil, æskileg og afar vel séð að hálfu ADHD samtakanna #takkADHD

 

Orkuboltar og íþróttir - málþing ADHD Samtakanna 2021

Málþing samtakanna var haldið föstudaginn 29. október, hér að neðan er hægt að nálgast málþingið í heild sinni. 

 

 

Hvað er ADHD? Geta dýr fengið ADHD? Er ADHD kannski ofurkraftur? Jónas Alfreð velti þessu fyrir sér og upp vöknuðu fleiri, stærri og minni spurningar. Hann fór á stúfana, þefaði uppi snillinga og spurði þá út í lífið og tilveruna!

Jónas Alfreð - Hvað er ADHD?

 

Björgvin Páll Gústavsson - handboltamaður.

Uppvöxturinn, skólagangan, handboltinn, greiningin, lyfin og lærdómsrík vegferð Björgvins Páls Gústavssonar, handboltamanns með ADHD. "Ég hefði aldrei náð svona langt ef ég hefði ekki haft ADHD-ið til að hjálpa mér".

Björgvin Páll Gústavsson - handboltamaður.

 

Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari og rithöfundur.

Farsæl, skipulögð og skólagangan gekk vel, en alltaf að gleyma og klúðra. Rótin að kvíðanum reyndist ADHD. Greiningin breytti miklu. "ADHD er náðargjöf í mínu starfi.. klár ofurkraftur... En maður þarf að passa sig á ofurkröftum. Hulk þarf að passa sig að brjóta ekki borðin og ég þarf að passa að ADHD-ið láti mig ekki kveikja í húsinu."
 

Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari og rithöfundur.

 

Atli Már Steinarsson, fjölmiðlamaður.

"Ég mun aldrei hætta á lyfjum". Alltaf út um allt. Gat ekki fylgt neinu eftir. Ef það átti að gerast, var það N'UNA! Margir erfiðir fylgifiskar og sótti í eiturlyf. Leitaði að svari í 32 ár og fann það loks í ADHD-inu. "ADHD-ið var ekki endilega vandamálið. Það voru afleiðingarnar sem voru vandamálið."

Atli Már Steinarsson, fjölmiðlamaður

  

Hvað er ADHD Hvert á að leita eftir greiningum og stuðning? Hvað með kynin, nám, gáfur, styrkleikana og mismunandi birtingarmyndir ADHD? "ADHD er ofurkraftur og styrkleikar. Það er gleðin líka. Að fara þangað sem maður ætlar sér."

Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjállfi. 

 

ADHD-ið kom henni á óvart. Leið vel í skóla en námið gekk ekki vel. Hafði ekki næga trú. Greiningin og lyfin breyttu öllu. Þroskaðist um 10 ár á einum mánuði."það opnaði allt fyrir mér... mér fannst bara; Ég get ALLT." Einkunnir ruku upp, kláraði student, háskóla og master og starfar sem lögfræðingur í dag.
 
Sonja Símonardóttir, lögfræðingur.
 
 
Allt um ADHD... eða næstum því. Haraldur Erlendsson, geðlæknir fjallar um einkenni ADHD - líkamleg, tilfinningaleg, hugræn og andleg. Líffræðilegar ástæður, mismunandi birtingarmyndir, m.a. hjá drengjum og stúlkum, styrkleika og veikleika og nýjustu rannsóknir DECOD um tengsl við fíkn. "Þessi gen sem við vitum að tengjast ADHD, þau eru öll að finna hjá öllum sem sem hafa fíknisjúkdóma. Öllum."
Haraldur Erlendsson, geðlæknir.
 
 
Fékk ADHD greiningu á þessu ári. Hefur glímt við athyglisbrest og afleiðingar ógreinds ADHD allt sitt líf. Gekk vel í námi en var sett á þunglyndislyf sem barn. Fúnkeraði ágætlega, þrátt fyrir depurð og kvíða þar til kom að barneignum. Greiningin breytti miklu. Erfiður uppgjörsfasi, löskuð sjálfsmynd en spennandi tími framundan. Langar að nýta ADHD-ið, framkvæmdagleðina og hugmyndirnar. „Soldið ofur að heilinn virki öðruvísi en á hinum almenna borgara. Getur verið erfitt, getur verið flækjandi en getur líka verið svo geggjað. Það er svo margt sem kemur frá því að hugsa út fyrir kassann og gera hluti öðruvísi en venjan er.“
Karitas Harpa Davíðsdóttir, tónlistarkona.
 
  
Fáránlega gleyminn og líkamlega ofvirkur. Var reiður sem krakki og unglingur. Talinn heimskur. Klúðraði framhaldsskólanum og festist ekki í neinu.Skíthræddur við allt og alla. Fann sig loks í dansinum, fór í nám, fékk greiningu og varð faðir.
"Ég fékk línu. Ég fékk tilgang. Ég fékk sól." 
Guðmundur Elías Knudsen
 
 
Júlía Rós segir að atvinnulífið þurfi fólk sem hugsar útfyrir boxið. Fólk með opinn huga og jákvætt fyrir breytingum. Þegar margir af helstu eiginleikum fólks með ADHD eru lesnir upp fyrir hana segir hún strax: "Vá! Þetta er drauma starfsmaður. Ég ætla að ráða þennann."
Júlía Rós Atladóttir
 

Skilningur skiptir máli - kynningarmyndband ADHD samtakanna. 

 

 

Markmið og verkefni ADHD samtakanna.