Grunnskóla er lokið, hvað tekur við?

Félagsfundur 14. maÍ 1997:
Oddur Albertsson, skólastjóri Lýðskólans.
Fjölnir Ásbjörnsson, sérkennari við Iðnskólann í Reykjavík.

Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að hefðbundið framhaldsskólanám reynist
mörgum misþroska unglingnum óyfirstíganlegur þröskuldur. Því þótti áhugavert að fá á
fund hjá foreldrafélagi misþroska barna fulltrúa tveggja skóla, sem gert hafa tilraunir með
nýjar leiðir og úrræði í framhaldsskólanámi. Hér að neðan er samantekt á því helsta sem
fram kom í máli þeirra.

Lýðskólinn

Lýðskólinn byggir á svipuðum hugsjónum og liggja að baki lýðskólahreyfingunni á hinum
Norðurlöndunum. Fyrsti lýðháskólinn var settur á stofn í Danmörku laust fyrir miðja
síðustu öld. Hér á landi voru stofnaðir lýðskólar á Hvítárbakka 1905 og að Núpi í Dýrafirði
1907, en þeir breyttust síðan Í gagnfræðaskóla. Fyrir nokkrum árum var svo rekinn lýðskóli
um tíma í Skálholti. Lýðskólinn sem nú starfar í Reykjavík var settur á stofn vorið 1996.
Nám við Lýðskólann er eins misserisnám og var markhópurinn í upphafi ungmenni á
aldrinum 16-19 ára. Á þriðja starfsmisseri skólans vorið 1997 voru 20 nemendur á
aldrinum 16-24 ára í námi við skólann.

Oddur sagði að grundvallarsjónarmið lýðskólans væru að taka mið af nemendanum
sjálfum, námslegri stöðu hans og þörfum. Lögð væri áhersla á skapandi vinnu nemenda og
fjölbreytta kennsluhætti sem ekki einskorðast við kennslustofuna. Lýðskólinn væri skóli án
veggja. Þátttaka nemenda í ákvarðanatöku um inntak og skipulag námsins væri forsenda
þess að þeir uppgötvuðu sjálfa sig sem skapandi einstaklinga í þjóðfélaginu.
Oddur lagði áherslu á þann mannskilning að manneskjan væri einstök, frjáls, skapandi,
ábyrg, félagsvera og tilfinningavera og einnig áherslu á það að listin væri mikilvægur
tjáningarmiðill, hvort heldur væri um að ræða ljóð, dans eða kökubakstur!

Markmið Lýðskólans eru:

að nemendur upplifi að skóli getur verið skemmtilegt samfélag og vettvangur jákvæðrar
félagslegrar reynslu.
að nemendur uppgötvi að þeir eru skapandi og ábyrgir einstaklingar með hæfileika til að
hafa áhrif á stöðu sína í samfélaginu.
að nemenndur þekki rétt sinn og skyldur í lýðræðislegu þjóðfélagi.
að nemendur þroski gagnrýna hugsun sína.
að nemendur öðlist hæfileika til þess að tjá sig með fjölbreytilegum hætti.

Námið varir í 14 vikur og er skipt í fjögur meginviðfangsefni, sem tekin eru fyrir hvert af
öðru. Dæmi um slík viðfangsefni eru lífsstíll og tækni, þar sem fjallað er um tölvur og
tækni, hreyfingu og hollustu, upplýsingasamfélag nútímans, þar sem fjallað er um
fjölmiðla, internet og siðfræði, átakasvæðin í heiminum, þar sem fjallað er um gömlu
Júgóslavíu og Sturlungaöldina, og blaðaútgáfa þar sem unnið er að blaðaútgáfu í
samvinnu við Færeyinga og Grænlendinga og nýttur afraksturinn af fyrri viðfangsefnum.
Skóladagur er frá kl. 8:30 til 15:00, en eftir það er internetstofan opin til kl. 17, og eitt kvöld
í viku er sérstök kvölddagskrá. Þá er sameiginlegur hádegismatur hvern dag. Aðrir fastir
liðir auk vinnu við viðfangsefni vikunnar er málfundur um fréttir vikunnar, gestafyrirlestur,
vettvangsferð, útivera og hreyfing og í lok vikunnar eru umræður um vikuna og skipulag
næstu viku.

Loks kom fram í máli Odds að námið við Lýðskólann veitir ekki nein sérstök réttindi, enda
ætti ekki að líta á hann sem leið á tiltekinn áfangastað, heldur fremur sem bensínstöð við
þjóðveginn, þar sem nemandinn fyllti sig af eldsneyti til þess að geta haldið ferðinni áfram.

Iðnskólinn í Reykjavík

Fjölnir vakti fyrst athygli á að gagnstætt Lýðskólanum væri Iðnskólinn í Reykjavík stór
hefðbundinn skóli með yfir 2000 nemendur. Kenndar eru 89 mismunandi iðngreinar, en
öllu verklegu námi fylgir bóklegt nám til þess að öðlast starfsréttindi.
Þá er í skólanum almenn bóknámsbraut. Iðnskólinn hefur auk þess verið með svonefnt
fornám fyrir nemendur sem ekki hafa náð grunnskólaprófum og svonefnt starfsnám fyrir
nemendur með skerta námshæfni eins og nánar er vikið að hér að neðan. Fjölnir sagði að
Iðnskólinn væri skóli með metnað að gera sem best við alla sína nemendur. Fjárveitingar
nægðu hinsvegar ekki til að sinna slíku starfi sem skyldi. Hér þyrfti að koma til
foreldraþrýstingur því hann hefði oft meiri áhrif á stjórnvöld en kennaraþrýstingur.
Fjölnir rakti síðan helstu úrræði sem Iðnskólinn býður upp á fyrir nemendur sem eiga í
erfiðleikum með nám:

1. Opnar vinnustofur í grunnfögum. Þetta nýtist einkum þeim sem ekki þurfa mikla hjálp.
Á vinnustofunni er fyrir kennari sem aðstoðar þá sem koma með heimavinnu.
2. Sérval á áföngum. Þetta er úrræði fyrir nemendur sem eiga í erfiðleikum með tiltekna
áfanga. Þeim er gefinn kostur á að geyma slÍka áfanga og fá aðstoð við að velja saman
heppilega áfanga.
3. Núll-áfangar. þetta er úrræði fyrir þá sem fallið hafa í 1-2 greinum á samræmdum
prófum. Þeim er gefinn kostur á að taka núlláfanga í viðkomandi grein, sem er þá ekki
metinn til eininga, en gerir þeim kleift að hefja eftir það nám við venjulega áfanga Í
greininni,
4. Fornám. þetta er úrræði fyrir þá sem fallið hafa í 3-4 greinum á samræmdum prófum.
Um er að ræða fullt nám í eitt ár, 36-38 stundir á viku. Íslenska og stærðfræði eru kennd
allan veturinn og eitt erlent tungumál á hvorri önn. Auk þess er eitt valfag, verklegt eða
bóklegt.
5. Starfsnám. Það er ætlað nemendum með skerta námshæfni, sem ráða ekki við
námskröfur Í hefðbundnu iðnnámi og höfðar því fyrst og fremst til þeirra sem koma úr
sérdeildum/sérbekkjum grunnskóla. Markmið námsins er ekki starfsréttindi heldur
starfsþjálfun, sem leitt gæti til að nemandinn ætti greiðari leið til aðstoðarstarfa í
viðkomandi grein en annars hefði verið. Boðið er upp á þrenns konar verklegt nám, í
málmiðnaði, tréiðnaði og saumum. Námið er þrjár annir, þ.e. eitt og hálft ár. Það er 37
kennslustundir á viku, 20 stundir verkleg kennsla. 15 stundir bókleg kennsla og 2 stundir
íþróttir. Verklega kennslan fer öll fram á verkstæðum í Iðnskólanum og er mikið unnið við
vélar, en einnig nokkur á hersla á notkun handverkfæra. Í bóklegu kennslunni eru
aðalnámsgreinar íslenska, stærðfræði, atvinnu- og öryggismál, teikningar, mælingar og
umferðarfræðsla.

Til viðbótar við þessi úrræði er reynt að koma til móts við sértæk vandamál eins og
leserfiðleika.

Það kom loks fram í máli Fjölnis að 12 nemendur voru í starfsnáminu vorið 1997 og stefnt
var að því að fjölga þeim í 24 nú í haust. þetta er þó háð fjárveitingum og það hefur háð
uppbyggingu starfsnámsins hversu breytilegar slíkar fjárveitingar hafa verið og upplýsingar
um þær borist seint. Þegar ekki hefur reynst unnt að sinna öllum umsóknum hafa nemendur
fengið inngang eftir aldri, þar eð ekki er unnt að byggja á einkunnum.
Nokkrir foreldrar höfðu tekið unglingana sína með sér og höfðu hvorir tveggju margs að
spyrja. Það er mikill fengur að fá svo áhugasama og hæfa lærifeður til viðræðna og ekki
kæmi á óvart þótt einhverjir unglinganna á fundinum hafi sest á skólabekk hjá annaðhvort
Oddi eða Fjölni.

Sven Sigurðsson tók saman