Lýsing
Ofvirknibókin fjallar um athyglisbrest með ofvirkni (AMO),þá erfiðleika sem börn með AMO eiga við að etja og leiðbeinir um viðbrögð og viðmót fullorðinna.
Mörgum finnst auðveldara að tíunda óæskilega hegðun barna með AMO og koma ekki auga á kosti þeirra.....Við bestu aðstæður.....eru þau yfirleitt mjög skemmtileg, ófeimin, einlæg, hreinskilin, fróðleiksfús, útsjónarsöm, hugmyndarík og sjálfstæð. Þau hugsa um margt sem jafnaldrarnir velta lítið fyrir sér....þau hafa kímnigáfu og geta tekið spaugi, ....eru... meðvituð um vanda sinn og....það er fróðlegt og lærdómsríkt að fá ráð þeirra um það hvernig kennarinn - og aðrir - ættu að umgangast "okkur sem eigum í svona miklum erfiðleikum". Markmiðið með Ofvirknibókinni er að auka þekkingu og skilning á heimi einstaklingsins sem hefur AMO svo að honum verði lífið bærilegra, hann nái að öðlast réttmæta trú á sjálfan sig og læri að meta sína fjölmörgu, frábæru kosti.
Höfundur: Ragna Freyja Karlsdóttir
Útgefandi: Ragna Freyja Karlsdóttir 2001