Vesturland - Að mæta börnum með ADHD og einhverfu

Að mæta börnum með ADHD og einhverfu
Inga Aronsdóttir móðir, leikskólakennari og sérkennsluráðgjafi deilir reynslu sinni um gagnlegar leiðir til að mæta börnum sem greind hafa verið með ADHD og einhverfu í skóla og heima. Einnig verður farið yfir það hvernig hægt er að hlúa að sjálfsmynd barnanna og vellíðan þannig að þau komi sem sterkust út í lífið eftir að skólagöngu lýkur.
Í lokin gefst þátttakendum færi á að koma með spurningar og vonumst við eftir líflegum umræðum.
 
Fundurinn fer fram í Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit og eru öll velkomin.