Krefjandi hegðun barna/unglinga, viðbrögð og úrræði fyrir foreldra.

Fræðslufundur um hegðun barna og úrræði. Allir foreldrar geta lent í erfiðleikum með hegðun barna sinna. Þegar börn eru farin að temja sér erfiða hegðun og ekkert er gert í því er hætta á að hlutirnir versni. Því fyrr sem gripið er inn í með bættum uppeldisháttum, því betra. Vissulega geta meðfæddir eiginleikar barna, t.d. skapgerð eða þroskafrávik líka átt þátt í erfiðri hegðun barna en horfurnar eru alltaf betri ef tekið er á þeim erfiðleikum sem upp koma á skipulegan hátt með viðurkenndum aðferðum.

Katrín Ruth Þorgeirsdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi fjallar um viðbrögð og úrræði sem nýtast til að vinna með krefjandi hegðun og hvernig nýta má styrkleika barns til að styðja við og styrkja æskilega hegðun.

Fræðslufundurinn er opinn öllum en streymi er einungis aðgengilegt félagsfólki inni á ADHD í beinni

Facebook viðburður