Frestað vegna veikinda hjá fyrirlesara. Færist til 25. september
Fræðslufundur um DLD. DLD stendur fyrir Developmental Language Disorder en áður var talað um sértæka málþroskaröskun. Líkt og ADHD þá er DLD taugaþroskaröskun og er áætlað að hér sé um fylgiraskanir að ræða í um fjórðungi tilfella. Einföld skilgreining á DLD er sú að einstaklingur er með skerta færni til málskilnings og/eða skerta færni til tjáningar án þess að greind sé skert. Algengi DLD er svipað og ADHD og einkenni ADHD og DLD geta oft verið keimlík. Signý Gunnarsdóttir talmeinafræðingur fer yfir einkenni DLD, samslátt DLD og ADHD og úrræði fyrir börn með DLD.
Fræðslufundurinn er opinn öllum en streymi er einungis aðgengilegt félagsfólki inni á ADHD í beinni
Facebook viðburður