Egilsstaðir - ADHD og styrkleikar í skóla

ADHD og styrkleikar í skóla

Kennsla barna er frábært, krefjandi og fjölbreytt starf. Ólíkar þarfir innan bekkjarins og oft færri úrræði en við vildum hafa í boði.
En hvað ef við beinum fókusnum á styrkleika barnanna? Finnum út hvernig við getum mætt þeim, virkjað sköpunargáfur og fundið uppbrot svo þau springi ekki þegar úthaldið er búið.
Það getur krafist smá vinnu í upphafi en skilar sér svo margfalt til baka. Hvað er hægt að gera innan bekkjarins þannig að allir fái notið sín eins og hægt er?
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir deildarstjóri í Borgarhólsskóla á Húsavík fer yfir hvað hún í sínu starfi hefur gert til að mæta nemendum með Adhd og öðrum nemendum.
Bæði í starfi sem kennari og eins sem deildarstjóri þegar kennarar kalla til aðstoðar vegna nemenda.
 
Fundurinn er öllum opinn og frítt inn. Við hvetjum foreldra, allt starfsfólk skóla og aðra til að fjölmenna.