Fræðslufundur í opnu streymi um ADHD í framhalds- og háskóla.
Fjallað verður um hvað ADHD er og algengar áskoranir sem nemendur með ADHD lenda í varðandi námið og daglegt líf.
Farið verður yfir ýmsar gagnlegar leiðir sem geta nýst nemendum til að efla einbeitingu og ná betri tökum á þeim verkefnum sem liggja fyrir hverju sinni.
Fyrirlesari er Bóas Valdórsson sálfræðingur og kennari.
ADHD samtökin bjóða öllum að fylgjast með þessari fræðslu í opnu streymi á facebook síðu samtakanna.
Facebook viðburður